Facebook Myndmál - Myndar tengingu við tungumálið

Myndmál

Leyfðu okkur að hjálpa þér að efla íslenskan orðaforða með Myndmál

Við hjálpum fyrst og fremst ungum börnum að efla málþroska; orðaforða, framburð og lesskilning.
Ástæðan fyrir því að við bjuggum Myndmál til er sú að við höfum sjálf upplifað skort á íslensku efni fyrir fagaðila og foreldra.

Viltu fá að vita allt það nýjasta?

Sem foreldri þá geturðu fengið ókeypis PDF skjal sem að kennir þér í 7 einföldum punktum hvernig þú getur lesið fyrir barnið þitt til þess að hámarka árangur barnsins.

Sem fagaðili þá geturðu fengið ókeypis PDF skjal með punktum frá fyrrum sérkennslustjóra hvernig er gott að vinna með ungum börnum. Ert þú að vinna með ungum börnum í starfi þínu?

Á Myndmál blogginu finnur þú áhugaverðar greinar sem að snerta málþroska, orðaforða, málörvun og upplýsingatækni í skólastarfi og ýmislegt fleira. Sjáðu hvað sérfræðingarnir hafa að segja.

Myndmál útgáfurnar efla málþroska, orðaforða, lesskilning og framburð.

Þú getur prófað prufuútgáfuna frítt núna. Smelltu á prufútgáfuna til þess að prófa.

Áskrift af skólaútgáfunni og heimilisútgáfunni má panta hérna en hún gildir í heilt ár.

Um Myndmál

Ef eitthvað af þessum hugsunum hafa komið upp í hugann hjá þér þá ertu á réttum stað:

  • "Mig vantar meira úrval af efni fyrir börn til þess að efla íslenskan málþroska."
  • "Ég er að vinna með tvítyngdum börnum, hvað get ég notað til þess að auka orðaforðann þeirra?"
  • "Barnið mitt er að glíma við málþroskaröskun."
  • "Mig vantar aðgengilegar æfingar til þess að þjálfa framburðinn."
  • "Það er of mikið af smáforritum og vefsíðum sem einblína á ensku."
  • "Ég bý til mitt eigið námsefni, spjöld og myndir, en það væri gott að geta nálgast tilbúið efni líka."
  • "Ég vil að börn geti lært í gegnum snjalltækið eða tölvuna án þess að eiga á hættu að vera opin fyrir auglýsingar eða annað efni sem snertir ekki námsefnið."

Byrjum á byrjuninni

Ragnhildur Gunnarsdóttir, leikskólakennari og þá sérkennslustjóri, upplifði skort á rafrænu námsefni sem að einblíndi á íslenskan málþroska. Hún vildi hafa aðgang að efni sem að gæti kennt orðaforða, lesskilning og framburð. Hún ákvað að taka málin í sínar eigin hendur til þess að taka á þessari þörf.

Hún byrjaði að taka myndir, talsetti þær og skrifaði við þær texta. Hún bjó til PowerPoint sýningar sem nemendur hennar gátu stýrt sjálf eða undir leiðsögns. Sýningarnar reyndust lærdómsríkar og ennfremur skemmtilegar. Ragga að tala inn á efni í Myndmál.

Verkefnið sýndi fljótt góðan árangur. Ragnhildur fékk til liðs við sig Jónas Tryggva Stefánsson, tölvunarfræðing og forritara. Hann hjálpaði henni að gera Myndmál aðgengilegt í gegnum internetið í formi vefsíðu og vefapps. Samvinna þeirra skilaði sér í Myndmál, sem eflir íslenskan málþroska; orðaforða, framburð og lesskilning.

Hver er staðan í dag?

Í dag hjálpar Myndmál fyrst og fremst leikskólabörnum og börnum í yngstu bekkjum grunnskólanna að efla orðaforða, framburð og lesskilning með því að notast við æfingar með talsettum myndum og texta.

Myndmál hefur nýst vel í talmeinakennslu og börn með málþroskaraskanir hafa sýnt mikla framför eftir notkun á Myndmál. Okkur finnst mikilvægt að notast við skemmtilegt og lærdómsríkt efni sem að vekur áhuga. Við bjóðum upp á mismunandi áskriftarleiðir að Myndmál sem aðlaga sig að þínum aðstæðum.

Við sendum fagfólki og foreldrum líka ýmislegt efni með það í huga að gera líf þeirra einfaldara með því að leysa ýmis vandamál sem að það upplifir, allveg frá hegðunarvandamálum upp í ábendingar á áhugaverðum greinum og góðum tólum sem hægt er að nota. Myndmál er bara einn mikilvægur hlekkur í keðjunni. Okkur finnst sjálfsagt að benda á hvað aðrir eru að gera gott til þess að vinna að okkar sameiginlega markmiði, að hjálpa fólki og þá sérstaklega börnum að ná betri tökum á tungumálinu okkar.

Viðskiptavinir okkar hafa þetta að segja:

Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræðingur hjá Tröppu er viðskiptavinur af Myndmál.

"Sem talmeinafræðingur hef ég notað Myndmál töluvert til að kynna og kenna íslenskan, algengan orðaforða. Myndmál er frábær viðbót við kennslugögn á íslensku sem við eigum því miður of lítið af fyrir yngsta hópinn okkar. Þar sem ég sinni talþjálfun að mestu leyti í gegnum netið hentar Myndmál mjög vel en Myndmál ætti að henta öllum hvort sem þeir vinna með hópa eða einstaklinga. Hvet alla sem vinna með íslenskt mál að kynna sér Myndmál."
-- Tinna Sigurðardóttir, talmeinafræðingur hjá Tröppu.

"Rosalega flott framtak, finnst einmitt mjög erfitt að finna íslenskt efni til að geta aðstoðað börnin mín með málþroskann og skilninginn, hef þurft að útbúa mín egin verkefni fyrir þau og krefst það mikils tíma og þolinmæðar að útbúa svoleiðis sjálfur, því finnst mér þetta mjög sniðugt verkefni! :)"
-- Fríða Björk

Viltu vita meira?

Skráðu þig á póstlistann okkar ef þú ert á sömu blaðsíðu og við í mikilvægi þess að efla íslenskan orðaforða, framburð og lesskilning. Við munum senda þér efni sem er ekki aðgengilegt hérna á vefsíðunni eða á blogginu okkar. Við sendum þér eingöngu efni sem við teljum að geti hjálpað þér.

Ef að þú ert fagaðili að vinna með ungum börnum þá munum við senda þér PDF skjal með ráðleggingum sem hafa nýst Ragnhildi í starfi hennar sem sérkennslustjóri og leikskólakennari.

Ef þú ert foreldri þá sendum við þér PDF skjal með 7 punktum sem hámarka árangurinn hjá barninu þínu þegar að þú lest fyrir það. Kannt þú aðferðina okkar?

Er málþroskinn ofarlega í forgangi hjá þér?

Ef að það er ofarlega í forgangi hjá þér að efla málþroskann þá skaltu prófa Myndmál, tryggðu þér áskrift í kjölfarið og fáðu aðgang að Myndmál í heilt ár. Athugaðu að prufuútgáfan inniheldur einungis brotabrot af þeim æfingum sem að Myndmál býr yfir. Okkur hlakkar til að heyra frá þér.

Hver erum við?

Jónas Tryggvi Stefánsson er annar af eigendum Myndmál. Jónas var sjálfur tvítyngdur sem barn þar sem að hann fæddist í Danmörku á meðan að faðir hans var þar í námi. Verkefnið vakti því strax áhuga hans. Hann hefur starfað við hugbúnaðargerð í rúman áratug en hann er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Honum finnst gaman að skapa lausnir, drekka gott kaffi og að eiga góðar stundir með vinum og ættingjum.

Ragnhildur Gunnarsdóttir, Ragga, átti upprunalega hugmyndina að verkefninu og er hún annar af eigendum Myndmál. Ragga er leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og fyrrum sérkennslustjóri. Hún hefur starfað á leikskólum í rúm 30 ár og þar af í tæpan áratug sem sérkennslustjóri. Ragga ákvað að taka málin í sínar eigin hendur til þess að geta hjálpað fagaðilum og foreldrum að efla íslenskan málþroska hjá yngstu kynslóðinni. Henni finnst fátt skemmtilegra en að passa litla ömmukrúttið sitt.

Ragnhildur Gunnarsdóttir og Jónas Tryggvi Stefánsson

Hildur Edda Jónsdóttir, talmeinafræðingur frá Háskóla Íslands, hefur séð um megnið af þeirri talsetningu sem að Myndmál hefur upp á að bjóða í Myndmál útgáfunum. Hún byrjaði að talsetja fyrir Myndmál samhliða þeim tíma sem hún var að ljúka námi og hún hefur verið lykilmanneskja síaðn þá í því að tryggja fyrirmyndarframburð í Myndmál útgáfunum þar sem við kennum framburð, orðaforða og lesskilning með því að nota mál, myndir og skrif.