Notendaskilmálar Myndmál
Notendur Myndmál samþykkja eftirfarandi skilmála:
Síðast uppfært: 10. maí, 2018
- I - Almennt
- Ekki er heimilt að nota raðlykil sem ekki er í eigu raðlykilshafa nema að viðkomandi raðlykill hafi verið gefinn að gjöf.
- Ekki er heimilt að veita öðrum afnot af aðgangi, þetta á þó ekki við um þau tilfelli þar sem börn áskriftarhafa eru að nota aðganginn eða nemendur stofnunar.
- Þegar um stofnanir er að ræða er óheimilt að veita aðgang fyrir utan stofnunina, þetta á ekki við um námsráðgjafapakkana, þar sem þannig aðgangar eru hugsaðir til notkunar utan stofnana. Brot á þessu getur skilað sér í lokun aðgangs sbr. VII kafla. Vinsamlegast látið vita ef grunur vaknar um misnotkun á aðgangi.
- Myndmál áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir aðgang ef upp kemst að verið sé að misnota aðganga eða brjóta einhverja skilmála Myndmáls.
- Þessir skilmálar eiga við um alla þjónustu sem að Myndmál veitir.
- Myndmál áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum hvenær sem er. Áframhaldandi notkun á síðunni er bundin við að viðkomandi samþykki breytta skilmála.
- Með notkun á þessari vefsíðu samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Samþykkir þú ekki þessa notkunarskilmála og þær takmarkanir sem gerðar eru grein fyrir í þeim er þér óheimilt að nota vefsíðu þessa.
- Myndmál áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá sinni eftir þörfum hverju sinni.
- Notendur eru sjálfir ábyrgir fyrir því að virkja áskrift sína með raðlykli innan við einu ári eftir að greiðsla fyrir áskrift hefur verið staðfest. Eftir þann tíma er ekki hægt að virkja áskrift og fæst hún ekki endurgreidd. Umræddur raðlykill er einkvæmur og er sendur í tölvupósti á greiðanda sjálfvirkt eftir að greiðsla áskriftar hefur verið staðfest.
- Raðlykil má einungis nota einu sinni og undir venjulegum kringumstæðum er einungis hægt að nota hann einu sinni. Ef að upp kemur villa í kerfinu sem að gerir notanda kleift að nota raðlykil sem hefur áður verið notaður þá er með öllu óheimilt að notfæra sér þá villu til þess að virkja nýja áskrift.
- Áskrift notanda rennur sjálfvirkt út einu ári eftir að hún er virkjuð með raðlykli. Áskrift er ekki endurnýjuð sjálfkrafa og þurfa notendur sjálfir að óska eftir nýrri áskrift í gegnum myndmal.is.
- II - Um notkun efnis
- Notendur teljast þeir sem eru með virkt notendaauðkenni hjá myndmal.is.
- Auðkenni er virkt svo framarlega að stofngjald hafi verið greitt og það ekki runnið úr gildi.
- Notendur með heimilisútgáfu hafa fullan aðgang að heimilisútgáfu Myndmáls.
- Notendur með skólaútgáfu hafa fullan aðgang að skólaútgáfu Myndmáls.
- Kennaraútgáfa inniheldur: heimilisútgáfu, hljóðlausa útgáfu og skráningarlista sem hægt er að prenta út.
- Notkun ljósmynda eða hljóðs frá Myndmáli er með öllu óheimilað án leyfis. Allar myndir og hljóð í kerfinu eru í eigu eigenda Myndmáls.
- Óheimilt er með öllu að hala niður myndum nema til eigin nota og þá einungis til fræðslu fyrir nemendur Myndmáls.
- Afskræming eða önnur vanvirðing við eigendur eða notendur Myndmáls getur leitt til lögsóknar.
- III - Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar þínar
- Þú skilur og samþykkir að þú sért ábyrgur fyrir því að tryggja leynd lykilorðs þíns sem gerir þér mögulegt, ásamt notandanafni þínu (netfangi), að innskrá þig á myndmal.is.
- Með því að láta Myndmál í té netfang þitt samþykkir þú að Myndmál megi, senda þér tilkynningar á netfang þitt sem tengjast aðgangi þínum eða þjónustu Myndmáls.
- Ef þú verður á einhvern hátt var/vör við að óviðkomandi aðili hafi komist yfir aðgangsupplýsingar þínar, samþykkir þú að láta Myndmál strax vita með því að senda tölvupóst á myndmal[hja]myndmal.is.
- Réttur þinn til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þig eða stofnunina sem keypt er aðgang fyrir og þér er ekki heimilt að flytja þann rétt til annars manns eða lögaðila.
- Aðgangur þinn að myndmal.is gæti rofnað af og til af ýmsum ástæðum, t.d. vegna vélbúnaðarbilana, tæknilegra bilana, hugbúnaðarvillna, kerfisuppfærslna eða vegna aðgerða sem Myndmál kann að kjósa að grípa til eftir þörfum.
- Myndmál veitir utanaðkomandi aðilum ekki aðgang að persónupplýsingum notenda án leyfis viðkomandi eða á grundvelli heimildar. Öll gögn sem Myndmál verður vísari um viðskiptavin skal vera trúnaðarmál þeirra á milli.
- IV - Þóknun fyrir notkun / greiðslumöguleikar
- Um leið og greiðsla hefur farið fram og hún yfirfarin er viðkomandi sendur raðlykill í tölvupósti sem viðkomandi getur notað til þess að stofna eða endurvirkja aðgang.
- V - Hugverkaréttindi Myndmál
- Allt innihald vefsvæðisins myndmal.is, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundaréttar- og vörumerkja lögum á Íslandi (höfundalög nr. 73/1972, vörumerkjalög nr. 45/1997) og skilmálar lúta íslenskum lögum. Innihald myndmal.is er eign eigenda myndmal.is.
- Myndmál veitir þér leyfi til að skoða og nota myndmal.is samkvæmt þessum skilmálum.
- Þú mátt eingöngu nota efnið í samræmi við höfundalög nr. 73/1972.
- Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi myndmal.is, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, eða í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Myndmáls.
- VI - Aðgangstakmarkanir
- Þú samþykkir hér með að þú munir ekki nota neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði myndmal.is nema með skriflegu leyfi eigenda myndmal.is.
- Þú samþykkir að þú munir ekki senda nokkurs konar skrá eða gögn á vefsvæði Myndmáls sem gæti flokkast sem einhvers konar tölvuvírus, tölvuormur eða tróju-hestur eða inniheldur einhvers konar skaðlega eiginleika eða sem gæti á einhvern hátt truflað eðlilega virkni myndmal.is eða þjónustunnar.
- Þú samþykkir ennfremur að þú munir ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á myndmal.is.
- Ef notandi fær að öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, t.d. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt atvik með því að senda tölvupóst á myndmal[hja]myndmal.is og upplýsa um stöðu mála. Ekki er leyfilegt að deila umræddum forritunarkóða með öðrum en eigendum myndmal.is
- VII - Lokun aðgangs og gildistími þessa skilmála
- Þessir skilmálar gilda um alla notkun þína á myndmal.is.
- Myndmál er hvenær sem er, og án fyrirvara, einhliða heimilt að loka aðgangi þínum að myndmal.is ef þú verður uppvís að misnotkun eða hefur brotið í bága við eitthvað af ákvæðum þessa skilmála, eða ef þú hefur hegðað þér á þann hátt að augljóst sé að þú ætlir ekki eða getir ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Verður þér þá send tilkynning þess efnis á netfangið sem þú gafst upp við skráningu, t.d. ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Myndmál sér rétt til að tilkynna slíkt til lögreglu.
- VIII - Varnarþing, ágreiningur aðila og almenn ákvæði
- Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum. Ef eitthvert ákvæði þessara skilmála verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna.
- Þú samþykkir að ef Myndmál nýtir sér ekki á einhvern hátt rétt sinn sem hlýst af þessum skilmálum að þá skal ekki túlka það sem afsal þess réttar.
- Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.